Inventor „súper módel“ (Skeleton Construction)
Hönnuðir - iðnaðarmenn - tæknimenn og aðrir þjálfaðir notendur Inventor
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Súpermódel einkennast af því að passa fullkomlega saman. Það gerir hönnun þín líka þegar þú hefur lokið námskeiðinu. Á námskeiðinu lærir þú að vinna með „skynsöm módel“ (Intelligent Models) bæði hvað varðar rúmfræði og breytur (geómetríu og parameter). Einblínt er á að módelið á að passa 100%. Námskeiðið er fyrir alla sem vinna með Inventor - óháð því hvað verið er að hanna - því súpermódel er hægt að nota á öllum stigum. Allir sem hafa þörf fyrir að vinna með nákvæm og flókin módel hafa gagn af námskeiðinu.
Markmið
Hér vinnur þú með módel sem hafa bæði skírskotun til málma, plasts og timburs. Einnig verður unnið með þunnplötu (Sheet Metal og Frame Generator). Þú munt læra að vinna með yfirborðsmódel, 3D sketch og Solids - allt er tengt. Frá einfaldri línu að síðasta boltagati.Farið verður í samsetningar röra, plötuefni og grindarhönnun.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
22.11.2024 | fös. | 08:30 | 16:30 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |
23.11.2024 | lau. | 08:30 | 16:30 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |