Verkstjóranámskeið
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Hver er verkstjóri samkvæmt vinnuverndarlögunum? Hvaða ábyrgð og skyldur hvíla á verkstjóra varðandi vinnuverndar- og öryggismál? Vinnuverndarlögin og reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er kynnt. Fjallað verður um mikilvægi þess að verkstjóri sé leiðandi í vinnuverndarstarfi og öryggismenningu vinnustaðarins. Farið verður yfir hvað skiptir mestu máli fyrir verkstjóra að vita s.s. framkvæmd vinnuverndarstarfs, áhættumat skráning og tilkynning vinnuslysa ásamt þremur stigum forvarna vegna vinnuslysa. Einnig verður komið inn á ábyrgð verkstjóra á vinnuumhverfinu almennt. Að lokum verður fjallað stuttlega um mikilvægi verkstjóra varðandi andlegt og félagslegt vinnuumhverfi, einelti og áreitni.Námskeiðið er kennt í fjarfundi gegnum Google Meet.Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og sýndur er fjöldi mynda af raunverulegum aðstæðum.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
14.10.2024 | mán. | 13:00 | 15:00 | Fjarnám |