Staðnám (fjarnám í boði)

Rísandi raki í veggjum - viðbrögð, efni, aðgerðir - Inndælingar í sprungur og plötuskil / öndunarmálningar eftir viðgerðir gegn myglu og raka

Rísandi raki í veggjum (rising dampness) er vandamál sem skapast þegar vatn eða raki berst upp í veggi frá jarðvegi í gegnum sprungur , holumyndun eða veikleika  í steypu og veldur rakamyndun , losi á múr og flögnun á spartli og málningu og oft myglu í kjölfarið.

 Michaela Muller frá Arcan Waterproofing, sem er góðkunningi Iðunnar og margra fagmanna verður í beinu streymi og ætlar að segja okkur allt frá þessu algenga vandamáli og hvaða aðferðum og efnum er hægt að beita til úrbóta.  Arcan hefur um langt skeið mælt með ákveðnu kerfi sem þurrkar upp rakann og kemur í veg fyrir frekari uppsogs rakans upp í veggina. Farið verður hvaða aðferðum er beitt og hvaða efni / kerfi eru notuð til að glíma við þetta vandamál og leysa.

Einnig verður farið yfir rétt efnisval og vinnubrögð varðandi inndælingar í sprungur í útveggjum og hvernig er best að þétta þær og loka til frambúðar.

Að lokum verður kynnt sérstök viðgerðarmálning sem lokar fyrir raka og andar sem er sérhönnuð fyrir endurbætur og viðgerðir þar sem raki eða mygla hefur komið upp.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fagefni og er þátttakendum að kostnaðarlausu.  


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband