Staðnám

Ræktum okkar eigin ber

Garðyrkjumenn, byggingamenn

Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann.

Þetta námskeið er ætlað áhugafólki um ræktun berjarunna bæði til nytja eða til yndis. Á námskeiðinu verður farið yfir hverjar séu helstu tegundir berjarunna í ræktun hér á landi. Hvernig skuli staðið að útplöntun þeirra með tilliti til sem mestrar uppskeru (millibil).  Hvernig er best að staðsetja runnana út frá skjóli og birtu. Hverjar eru þarfir mismunandi tegunda með tilliti til jarðvegs, áburðar, klippingar og annarrar umhirðu. Helstu tegundir sem teknar verða fyrir eru rifsættkvíslin, reynir, rósir, jarðarber, vínber í gróðurhús, hindber og brómber. Rætt verður um helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun og hvernig best er að verjast þeim. Er hægt að verja uppskeruna fyrir ágengum fuglum? Hvernig á að standa að uppskerunni, á hvaða tíma og hvaða möguleikar eru við geymslu hennar. Rætt verður um úrvinnslu afurðanna og nemendur fá nytsamlegar uppskriftir af réttum þar sem uppskeran leikur stórt hlutverk. Möguleikar á lífrænni ræktun skoðaðirútplö og hvernig hægt er að nota afskurði úr ræktuninni í safnhaugagerð.

Kennari er Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband