Staðnám

Virkniúttekt gæðastjórnunarkerfa

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og byggingarstjóra sem eru með gæðastjórnunarkerfi sem eru að fara í virkniskoðun í samræmi við kröfur mannvirkjalaga. Tilgangur þess er að þátttakendur verði færir um að undirbúa sín gæðastjórnunarkerfi fyrir virkniúttektina. Fjallað er almennt um gæðastjórnun, gæðastjórnunarkerfi og gæðastýringu og ábyrgð iðnmeistara og byggingarstjóra samkvæmt mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð eiganda og annarra sem koma að byggingarframkvæmdum. Megin viðfangsefni námskeiðsins eru kröfur um úttektir á gæðastjórnunarkerfum og virkniskoðun á þeim. Farið er í gegnum kröfurnar, hvernig bregðast skuli við þeim og hvernig gæðastjórnunarkerfi eru gerð reiðubúin fyrir slíka skoðun.

Að loknu námskeiðinu býðst þátttakendum aðstoð leiðbeinanda námskeiðsins við undirbúning fyrir virkniskoðun.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
07.03.2023þri.13:0417:04IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband