Staðnám

Eigin úttektir í byggingaframkvæmdum

Byggingamenn

Eftirlitsáætlun og úttektarform

Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja í byggingariðnaði sem þurfa að gera eftirlitsáætlun og útbúa úttektarform og sinna eigin úttektum í byggingaframkvæmdum. Farið verður yfir kröfur mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar til fyrirtækja, byggingarstjóra og iðnmeistara um gerð eftirlitsáætlunar og eiginúttektir í byggingarframkvæmdum.  Þátttakaendur fá í hendur drög að eftirlitsáætlun fyrir mismunandi verkþætti. Einnig drög að úttektareyðublöðum og vinna með þessi gögn og aðlaga að eigin rekstri. Unnið verður með úttektarformin í úttektum. Þannig fá þátttakendur þjálfun í gerð og notkun eftirlitsáætlana og úttektarforma.

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband