Staðnám

SUÐUSMIÐJA - MIG/MAG SUÐA

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á námskeiðinu afla nemendur sér færni í að sjóða með MIG/MAG- suðu samkvæmt suðuferilslýsingum sem byggja á reglum EWF. Markmiðið er að sá sem hefur  lokið smiðjunni sé fær um að sjóða flestar suður í kverksuðu og plötusuðu samkvæmt verklýsingum, hafi þá þekkingu sem nauðsynleg er til að vinna sjálfstætt eftir suðuferilslýsingu með MIG/MAG- suðu í flestum suðustöðum í kverk og plötu. Einnig er markmiðið að þátttakandi öðlist nægilega færni, leikni og öryggi í vinnubrögðum til að vera gjaldgengur á vinnumarkaði sem aðstoðarmaður til almennra starfa í smiðjum. Að hann viti hvar MIG/MAG- suða er einkum notuð í iðnaði, þekki kosti hennar og takmarkanir, hafi þekkingu á grunnatriðum rafmagnsfræðinnar og hvernig rafmagn er notað við ljósbogasuðu, vinnubrögð við skoðun og prófun á suðum. Að lokinni smiðju hefur þátttakandi tileinkað sér meginatriði heilsuverndar og öryggismála og  þekkir örugg vinnubrögð á verkstæði.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
05.12.2022mán.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
06.12.2022þri.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
07.12.2022mið.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
08.12.2022fim.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
09.12.2022fös.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
12.12.2022mán.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
13.12.2022þri.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
14.12.2022mið.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
15.12.2022fim.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
16.12.2022fös.08:3016:30IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband