Fjarnám

Minni vinnuvélar – frumnámskeið

Bifreiðasmiðir - Bifvélavirkjar - Bílamálarar

Frumnámskeið er námskeið fyrir minni vinnuvélar. 

Námskeiðið veitir bókleg réttindi fyrir:  

  • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni - J flokkur
  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) - I flokkur
  • Körfukrana og steypudælur - D flokkur
  • Valtara - L flokkur
  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag - M flokkur
  • Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu - P flokkur

Námskeiðin eru haldin í Teams-fjarfundakerfinu svo þátttakendur þurfa nettengda tölvu með hljóðnema og hátala/heyrnartólum. Próftaka fer fram á starfsstöðvum Vinnueftirlitsins eða eftir atvikum hjá samstarfsaðilum.

Námskeiðið er 27 tímar, haldið á þremur dögum og að öllu jöfnu innan reglubundins vinnutíma, þ.e. frá kl. 9:00 til 16:00.

Fyrsti dagur á Frumnámskeiði kallast fornám og fjallar um vinnuverndarmál, eðlisfræði, vökvafræði, vélfræði, rafgeyma og öryggi við skurðgröft.  Dagar 2 og 3 fjalla um einstaka flokka vinnuvéla og fleira þeim tengt. 
Frumnámskeiði lýkur með skriflegu krossaprófi.  Krafist er 100% tímasóknar til að ljúka námskeiðinu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband