Staðnám

Grundfos dælur

Þetta námskeið er ætlað pípulagningamönnum, hönnuðum og öðrum sem annast húsumsjón. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um virkni hringrásar-,  húskerfa- og þrýstiaukadæla frá Grundfos.  Farið er yfir helstu atriði sem lúta að útreikningum á flæði og lyftigetu hringrásardæla og er þá horft til algengustu gerða þeirra;  Alpha2 og Magna3.  Uppsetningu og stillingu á stjórnkerfum dælanna verða gerð góð skil auk þess sem farið verður yfir tengingar við hússtjórnarkerfi. Jafnframt verður farið lauslega yfir þrýstiaukadælur fyrir t.d. hærri byggingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Tengi ehf og Grundfos og er þátttakendum að kostnaðarlausu. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband