Staðnám

Inndælingar í sprungur og plötuskil - Réttu vinnubrögðin og fróðleikur um efnin

Þetta er námskeið er fyrir verktaka, hönnuði og aðra sem fást við viðhald fasteigna og mannvirkja.  Markmið þess er að auka þekkingu á mismunandi aðferðum og efnum við vatnsþéttingar og auka skilning á mismunandi tegundum efna og í hvaða tilfellum þau eiga við.

Farið verður í mismunandi aðferðir og efni til inndælinga og aðrar vatnsþéttingar frá þýska framleiðandanum Arcan Waterproofing. Kynntar verða nýjungar sem komið hafa fram á síðustu árum í efnum sem eru einþátta og einfaldari í notkun auk þess að vera umhverfisvænni en jafnframt endingarbetri.

Farið verður yfir helstu inndælingarkerfi og efnisval miðað við mismunandi aðstæður og tegundir vatnsleka. Einnig verður farið yfir og kennd rétt vinnubrögð við að bora og dæla í sprungur sem og að ganga rétt fráinndælingaslöngum í steypumótum.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Arcan Waterproofing og Fagefni ehf og er þátttakendum að kostnaðarlausu.  Það fer fram á ensku og er leiðbeinandi Michaela Müller sérfræðingur hjá Arcan.  Sérfræðingar Fagefna ehf verða einnig á staðnum til halds og trausts.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband