Staðnám

Nýlögn og viðhald parkets með efnum frá BONA

Þetta námskeið er fyrir alla sem fást við að leggja parket.  Markmið þess er að fræða þátttakendur um nýjungar í efnum og aðferðum við að leggja og viðhalda parketi.  Fjallað er um alla þætti undirbúnings parketlagnar s.s. frágang undirgólfs (rakavörn, grunnun, flotun og viðgerðir á sprungum) og límingu parkets og þá parketslípun. Þáttakendum er jafnframt kennt að viðarfylla parket, olíubera, lita (bæsa) og lakka parket. Einnig er kennt hvernig er best að standa að viðgerðum á parketi eftir að það hefur verið lagt. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Bona Nordic og Gólfefnaval. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
04.02.2022fös.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
05.02.2022lau.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband