Staðnám

Trjáfellingar og grisjun með keðjusög

Garðyrkjufræðingar, byggingamenn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota keðjusagir við trjáfellingar og öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu þeirra. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Fyrsti dagur er bóklegur þar sem meðal annars er farið yfir fellingartækni, öryggisatriði við fellingu trjáa og líkamsbeitingu. Leyfi og öryggissjónarmið varðandi fellingu trjáa í þéttbýli. Einnig verður fjallað um val á trjám til fellinga og komið inná grisjun skóglenda, trjáþyrpinga og garða. Á öðrum degi fá nemendur að kynnast innviðum keðjusagarinnar með því að taka þær í sundur. Komið verður inná hvernig framkvæma eigi einfalda bilanaleit í söginni, ásamt því að læra hefðbundið viðhald, þrif sagar og brýningu keðju. Loks verður einn og hálfur dagur í trjáfellingum og grisjun í skógi, þar sem lögð verður áhersla á rétta fellingartækni og uppröðun viðarins.

Þeir nemendur sem eiga keðjusög, keðjusagarbuxur, keðjusagarstígvél eða hjálm taki það með á námskeiðið. Aðrir geta fengið búnað lánaðan á námskeiðinu.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
25.01.2022þri.09:0017:30Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi.
26.01.2022mið.09:0017:30Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi.
27.01.2022fim.09:0016:00Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband