Staðnám

Ræktun jólatrjáa

Garðyrkjufræðingar

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á námskeiðinu munu reyndir skógræktarráðgjafar hjá Skógræktinni fjalla um þá reynslu sem orðin er til hér á landi í ræktun jólatrjáa. Skoðaðar verða tilraunaniðurstöður í ræktun jólatrjáa hér á landi og kynnt hvernig ræktun er undirbúin með tilliti til ólíkra aðstæðna.

Þátttakendur læra hvaða trjátegundir er helst verið að rækta á Íslandi og fá góða innsýn í hvernig standa skuli að umhirðu ræktunarinnar til að fá sem besta nýtingu. Jafnframt eru tekin dæmi um hvernig Danir standa að sinni jólatrjáaræktun og farið í vettvangsferð.

Mikil þróun og vöxtur hefur verið í skógrækt hér á landi og þar á meðal í ræktun á jólatrjám. Ræktendur jólatrjáa þurfa að huga vel að því að velja til ræktunar jólatré sem henta aðstæðum á landi þeirra sem og að velja þá ræktunaraðferð sem hentar á hverjum stað.

Námskeiðið er hluti af námskeiðaröðinni Grænni skógar I sem einingabært nám á framhaldskólastigi á vegum Endurmenntunar LbhÍ


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
05.11.2021fös.16:0019:00Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi.
06.11.2021lau.09:0016:00Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband