Staðnám

IMI Rafbílanámskeið þrep 2.2 - Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla

Bifvélavirkjar,Bifreiðasmiðir og Bílamálarar

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt við almenn viðhald raf/tvinn bíla.

Námskeiðið er  hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst.

Þessi vottun veitir kynningu og innsýn inn í þennan sérhæfða hluta bílgreinarinnar og sér til þess að aðilar geti haldið áfram að sinna sínum störfum á öruggan hátt og er þá átt við störf sem tengjast t.d.:

  • Þjónustu og viðhaldi bifreiða
  • Almennar viðgerðir
  • Réttingu og málun

Skilyrði fyrir þáttöku í námskeiði

Gert er ráð fyrir að þáttakendur hafi töluverða almenna þekkingu á bifreiðum og hafi helst sveinspróf innan bílgreinarinnar eða sambærilega menntun.

Hvað mun þáttakandinn læra á þessu námskeiði

Námsefni þessa námskeiðs hefur verið hannað til þess að gefa þáttakendum þá þekkingu og hæfni sem þarf til að sinna almennu viðhaldi og viðgerðum  raf-, tengiltvinn og tvinn bíla á öruggan hátt(ekki háspennukerfunum sjálfum). Á námskeiðinu mun þáttakandi öðlast þekkingu á:

  • Virkni og íhlutum raf/tvinn bíla
  • Hættum í tengslum við háspennukerfi bifreiða
  • Hvernig eigi að lágmarka hættu fyrir þig og aðra á meðan unnið er við raf/tvinn bíl.
  • Hvernig sinna skal viðhaldi og viðgerðum á öruggan hátt (EKKI tengt háspennukerfi)

Og hæfni:

  • Til að vinna við raf/tvinn bíla(EKKI tengt háspennukerfi)

Þáttakendur sem ljúka þesu námskeiði mun því öðlast mikla þekkingu um hvernig eigi að umgangast raf/tvinn bíla en ekki hvernig staðið að viðhaldi og viðgerðum.

Námsmat

 Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í  Bretlandi og lýkur með vefprófi í gegnum þeirra vefsvæði sem tekið er í húsakynum IÐUNNAR og einnig verklegu prófi. Vefprófið fer fram á ENSKU.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband