Staðnám

Viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum.  Fjallað er um byggingu timburhúsa á fyrri tímum, undirstöður, burðarvirki, frágang ytra byrðis, þaka, veggja, glugga og hurða, frágang innanhúss og yfirborðsmeðhöndlun innan sem utan. Farið er yfir mat á varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Minjastofnun og Borgarsögusafn.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband