Staðnám

Vín og vínfræði

Framreiðslumenn

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á vínum og vínfræðum. Í vínfræðinni er fjallað um vínekruna, um víngerð, þrúgur, uppruna þeirra, vínframleiðslu, á þroskun vína og flokkun þeirra, um fræðin að para vín með mat, um framreiðslu á vínum, um gæðamat vína, um vínmiða og verðmat á vínum og fl. 

Vínfræðin er tekin fyrir í fagbóklega hluta námskeiðsins og verður lesefni, myndefni og fl. aðgengilegt á vef IÐUNNAR. Verklegi hluti námskeiðsins er vínsmakk þar sem vín frá Frakklandi s.s. Bordeaux, Burgundy, vín frá Rhonardalnum, frá Loire og Alsace, vín frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Bandaríkjunum, Chile, Argentínu og fl. verða könnuð. Vínsmakkið dreifist á átta vikur.

Námskeiðinu lýkur með prófi og blindsmakki á völdum vínum.   

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband