Fjarnám

Endurmenntun atvinnubílstjóra - Fagmennska og mannlegi þátturinn

Atvinnubílstjórar

Bílstjóri skilji að þekking og færni er undirstaða fagmennsku. Bílstjórinn þekki þætti í daglegu lífi og starfsumhverfi sem hafa áhrif á öryggi hans, heilsufar og andlega og líkamlega líðan. Hann þekki einkenni þreytu og streitu og viðbrögð þar við. Hann skilji feril skynjunar, hegðun manna í umferðinni og mikilvægi sálrænna þátta í umferðar- og vinnuslysum. Að því er stefnt að bílstjórinn: Þekki meginreglur vinnuvistfræðinnar og hvernig draga megi úr andlegum og líkamlegum afleiðingum vinnuálags, skilji samhengið milli umhverfis, ökutækis og mannlegra þátta með tilliti til umferðaröryggis, skilji eðli skynjunar og mannleg viðbrögð við ýmsum aðstæðum, geri sér grein fyrir þýðingu þess að veita góða þjónustu, hvort sem verið er að flytja vörur eða farþega, þekki og tileinki sér þá þætti sem gera hann að fagmanni.

 

 

Skilmálar  og upplýsingar vegna fjarnáms

1. Fjarnemi skal nota fartölvu,spjaldtölvu eða borðtölvu til námsins og heyrnartól, ekki síma (nema í neyð) og vera í wifi sambandi eða beintengingu. Hann skal vera sjáanlegur á vefmyndavél allan kennslutímann og vera með hátalara og hljóðnema og bera ábyrgð á að búnaðurinn virki. Slökkt skal vera á hljóðnema nema að fjarnemi þurfi að segja eitthvað.

2. Allar inn og útskráningar nemenda eru skráðar sjálfkrafa með tímastimpli og skal fjarnemi vera innstimplaður allan tímann.

3. Allir fjarnemar þurfa að kynna sig í upphafi námskeiðsins og vera tilbúnir að svara spurningum kennara öllum stundum.

4. Ef kennari metur sem svo að nemandi sé ekki viðstaddur námskeiðið (sjáist ekki í myndavél til langstíma eða svari ekki þegar talað er við þá) mun hann ekki skrá mætingu á þann einstakling.

5. Linkur verður sendur 1-2 dögum fyrir násmkeið, forritið sem notast er við heitir GoToMeeting og hægt er að hlaða því niður en einnig er hægt að fara inn í gegnum vafra.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband