Fjarnám

Ný og umhverfisvænni efni í inndælingar, þéttingar og yfirborðsfleti.

Þetta námskeið er fyrir alla sem þurfa að þétta steinsteypu. Arcan Gmbh hefur um árabil boðið inndælingarefni í sprungur og óþétt svæði sem og yfirborðsefni á gólf og þök sem unnin eru úr umhverfisvænum og náttúrulegum hráefnum.  Þau innihalda ekki efni sem eru skaðleg náttúrunni við urðun, innihalda ekki leysiefni, eru lyktarlítil og innihalda ekki þekkt ofnæmisvaldandi efni eins og mörg PU eða epoxy efni gera.

Michaella Muller frá Arcan mun kynna PUR resin, yfirborðsefni og hreinsiefni sem búin eru til úr umhverfisvænni efnum sem eru betri fyrir umhverfið og heilsuna en á sama tíma hafa betri virkni og lengri endingartíma.  Sum efnin má hreinsa með vatni og sápu af verkfærum og flötum og ný NT lína í  Epoxy efnum sem innihalda ekki sterka ofnæmisvalda eða eituefni sem skaða umhverfi og heilsu.

Eftir fyrirlesturinn mun Michaela svara spurningum um efnin og annað sem viðkemur inndælingum, þéttingum og réttu handtökunum við inndælingar.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Múrefni ehf, Mosfellsbæ og Arcan Construction.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband