Fjarnám

Endurmenntun atvinnubílstjóra - Lög og reglur

Atvinnubílstjórar

Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.

 

Skilmálar  og upplýsingar vegna fjarnáms

1. Fjarnemi skal nota fartölvu,spjaldtölvu eða borðtölvu til námsins og heyrnartól, ekki síma (nema í neyð) og vera í wifi sambandi eða beintengingu. Hann skal vera sjáanlegur á vefmyndavél allan kennslutímann og vera með hátalara og hljóðnema og bera ábyrgð á að búnaðurinn virki. Slökkt skal vera á hljóðnema nema að fjarnemi þurfi að segja eitthvað.

2. Allar inn og útskráningar nemenda eru skráðar sjálfkrafa með tímastimpli og skal fjarnemi vera innstimplaður allan tímann.

3. Allir fjarnemar þurfa að kynna sig í upphafi námskeiðsins og vera tilbúnir að svara spurningum kennara öllum stundum.

4. Ef kennari metur sem svo að nemandi sé ekki viðstaddur námskeiðið (sjáist ekki í myndavél til langstíma eða svari ekki þegar talað er við þá) mun hann ekki skrá mætingu á þann einstakling.

5. Linkur verður sendur 1-2 dögum fyrir násmkeið, forritið sem notast er við heitir GoToMeeting og hægt er að hlaða því niður en einnig er hægt að fara inn í gegnum vafra.

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband