Staðnám (fjarnám í boði)

Hreyfihönnun fyrir alla og grunnur í After Effects

Hönnuðir, prentsmiðir, listamenn, stjórnendur markaðsstarfs, umbrotsmenn, blaðamenn

Grunnatriði í gerð hreyfimynda með After Effects. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða í fjölmiðlum. 
Farið verður í undirstöðuatriði hönnunar á hreyfimyndum, nemendur fá leiðsögn í að leysa einföld verkefni og lagður góður grunnur í notkun á After Effects forritinu.

Fáein laus sæti í staðnámi í IÐUNNI fræðslusetri en annars verður námskeiðinu streymt vegna COVID-19. Allir nemendur námskeiðsins fá aðgang að upptökum í 30 daga eftir að námskeiðið hefst og geta því stundað námið á sínum hraða.
Kennari er Steinar Júlíusson. Hann er reynslumikill og farsæll hreyfihönnuður sem hefur starfað fyrir H&M, Acne Stockholm, UNICEF á Íslandi, Borgarleikhúsið og Absolut Vodka. Steinar er nýr kennari hjá IÐUNNI en hefur kennt áður við LHÍ og Berghs School of Communication. 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband