Staðnám

Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Allir

Á þessu námskeiði er farið yfir gerð rekstraráætlunar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hvað hafa ber í huga við slíkt. Þátttakendur gera rekstraráætlun í Excel og læra þannig hvernig slík áætlun er byggð upp og hvernig nýta má hana til að setja upp ólíkar sviðsmyndir í rekstrinum.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Verklega uppbyggingu rekstraráætlunar.
  • Hvað ber að varast við gerð áætlunarinnar.
  • Hvernig áætlunin nýtist eigendum og stjórnendum.

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru byrjendur í gerð áætlana og þá sérstaklega fyrir eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stjórnendur þeirra sem vilja koma áætlanagerð í fastar skorður og geta byggt áætlanir á traustum stoðum.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband