Orðsporsáhætta og krísustjórnun

Stjórnendur

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Á námskeiðinu verður farið yfir orðsporsáhættu fyrirtækja og stofnana og hvernig samfélagsmiðlar og gjörbreytt umhverfi fjölmiðlunar hafa magnað upp orðsporsáhættu og aukið óvissu stjórnenda.

Farið verður yfir helstu atriði málefnastjórnunar, sem snýst um að greina erfið mál áður en þau verða að krísu, og hvernig málefnastjórnun og fyrirbyggjandi aðgerðir geta hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að koma í veg fyrir krísu.

Þá verða nokkur lykilatriði skoðuð sem eiga við í öllum krísum og farið yfir önnur atriði sem skipta máli þegar bregðast þarf við. Teknir verða fyrir helstu þættir sem viðbragðsáætlanir við krísum þurfa að innihalda og hvað fyrirtæki og stofnanir geta gert til þess að lágmarka hugsanlegan skaða.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
03.10.2019fim.08:3012:30Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband