Stjórnun og skipulag

Byggingamenn

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og stjórnendur í fyrirtækjum.  Markmið þess er að gera stjórnendur meðvitaðri um sitt skipulag og sína tímastjórnun og að sama skapi gera þá meðvitaðri um það hvernig þeir stýra sínu starfsfólki, með það fyrir augum að gera þá að öflugri stjórnendum.

Námskeið er tvískipt. Fyrri parturinn snýr að eigin stjórnun, hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir. Unnið er m.a. með markmiðasetningu og yfirfærslu hennar á dagleg störf þátttakenda. Til að greina mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er einnig farið í Pareto lögmálið og To do lista. Í seinni hluta námskeiðsins er stjórnun starfsmanna tekin fyrir - listin að stjórna sér og öðrum, hvernig við sem stjórnendur getum haft áhrif á starfsmenn, líðan þeirra og afköst. Farið í grunnatriði stjórnunar, aðferðir, völd, ábyrgð og leiðir til að koma hlutum í verk og láta gott af sér leiða.  Kennsluform er fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
12.09.2019fim.13:0017:00ÍSÍ húsið, Laugardal
19.09.2019fim.13:0017:00ÍSÍ húsið, Laugardal
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband