Löggilding bifreiðasala - KÖNNUN Á ÞÁTTTÖKU

ATH. þetta er eingöngu könnun á þáttöku, námkseiðið sjálft er 11 dagar, kendir fyrir hádegi og lýkur með prófi.

 

Bifreiðasalar eru fagmenn sem þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu á ólíkum sviðum mannlífsins, allt frá mannlegum samskiptum upp í viðskipta- og lagagrunn. Námskeiðið sem hér er í boði tekur á öllum þeim þáttum sem skipta bifreiðasala máli og meira til. Farið er yfir lög og reglugerðir sem gilda um bílasala, kaupa- og samningarétt, veðrétt lausafjármuna, þinglýsingar, viðskiptabréfareglur, vátryggingar ökutækja, opinber gjöld af ökutækjum og reglur um virðisaukaskattsbifreiðar. Þá er farið yfir reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl., mat á ástandi og verðmæti ökutækja, almenna ráðgjöf sem og fjármálalega ráðgjöf við kaupendur ásamt sölu- og samningatækni.

Samningur milli Prófnefndar bifreiðasala og IÐUNNAR kveður á um að IÐAN annist námskeiðahald og próf fyrir bifreiðasala samkvæmt lögum og reglum sem um þau gilda.

Ath.: Námskeiðið er greitt fyrirfram.

Nánari upplýsingar gefur sviðsstjóri bílgreinasviðs.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
02.09.2019mán.08:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband