Loftfrískunarkerfi - FGAS training - TEXA

Bifvélavirkjar - Bifreiðasmiðir

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Námskeiðið veitir réttindi til að vinna við loftfrískunarkerfi (AC) farartækja. Fjallað er um gerð og virkni loftfrískunarbúnaðar og það nýjasta á sviði þessa búnaðar.

Farið er yfir hvaða reglugerð gildir um kælimiðla; meðferð, vörslu, mengunarhættu og réttindi til vinnu við loftfrískunarkerfi/kælikerfi.

Einnig er farið yfir viðeigandi greiningartæki til lekaprófunar ásamt því að bilanagreina kælikerfi. Einnig þjálfun í að vinna við kælikerfi, hreinsa búnaðinn, áfylling kælimiðils og mæla þrýsting á kerfinu. Með þessu öðlast þátttakendur hæfni í að vinna við kælikerfi. Þeir fræðast jafnframt um varúðarreglur og öryggisbúnað. Ítarlega farið yfir reglur um nákvæmni vinnubragða og öryggisatriði vegna vinnu við loftfrískunarkerfi ökutækja.

Námskeiðið er í samvinnu við Málningavörur og TEXA. Námskeiðið er kennt á ensku.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
26.03.2019þri.09:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband