Húsgagnagerð úr skógarefni

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra hvernig hægt er að smíða úr því efni sem fellur til við grisjun. Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta grisjunarefni í húsgagnagerð og aðrar hagnýtar nytjar, kynnast eiginleikum einstakra viðartegunda og nýtingu þeirra. Einnig læra þeir að setja saman kolla og bekki úr greinaefni og bolviði/ skógarfjölum og kynnast fersku og þurru efni og samsetningu þess. Ennfremur að afberkja, ydda, setja sama og fullvinna húsgögnin, yfirborðsmeðferð og fúavörn. Öll verkfæri og efni til staðar. Þátttakendur eiga að mæta í vinnufatnaði á námskeiðið. Allir fara heim með einn koll og bekk.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
01.03.2019fös.16:0019:00Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
02.03.2019lau.09:0016:00Skógræktarfélag Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband