Almenn tölvufærni
Byggingamenn
Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn í byggingariðnaði sem vilja læra á tölvur til að nota við daglegt líf og störf. Markmið þess er að þátttakendur kunni að vinna með helstu forrit og öpp sem notuð eru í tölvum í dag. Farið verður í gegnum grunnatriði í notkun á tölvum og helstu forrit. Einnig verður farið í notkun netsins, vefgátta og samfélagsmiðla. Námskeiðið verður kennt í tölvuveri IÐUNNAR og er að mestu verklegt. Ekki er krafist sérstakrar tölvuþekkingar.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
28.02.2019 | fim. | 16:30 | 19:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
07.03.2019 | fim. | 16:30 | 19:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
14.03.2019 | fim. | 16:30 | 19:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |