Staðnám

Litamælingar í prentun

Prentarar, prentsmiðir

Námskeiðið er hugsað fyrst og fremst fyrir prentara og prentsmiði/grafíska miðlara,sem vilja bæta sig í litstýringum og ná betri tökum á mælingum prentgripa.

FYRRI DAGUR:
Kynntir verða til sögunnar prentstaðlarnir ISO 12647-2 og 12647-3. Farið verður í gegnum helstu þætti í stöðlunum sem gott er að vita skil á ásamt helstu viðmiðunargildum þeirra. Hvað er litastjórn í prentverki. Farið verður yfir helstu atriði litastjórnunar og kynntar verða CIELAB mælingar. Kannaður verður samanburður á þekjumælingum (Density) og litamælingum (Colorimetry).

SEINNI DAGUR:
Rætt verður um mikilvægi skjástillinga og stutt sýnikennsla. Farið verður í stillingar á útkeyrslutækjum. Skoðað verður hvernig hægt er að mæla saman mismunandi prenttæki til að útkoma verði sem líkust. Notaðir verða skjámælar frá Xrite og PressOptimizer hugbúnaðurinn.

Þátttakendur mæla fyrirfram prentaða forma með eigin mælum og læra að þekkja hvað þarf að hafa auga með. Námskeiðið er haldið í samvinnu við H.Pálsson og Hvítlist og verða mælar frá þeim til sýnis og prufu. Á staðnum verða fagaðilar sem aðstoða við mælingar. Að lokum verður sýnt hvernig WAN-IFRA hefur þróað kerfi til mælinga beint inn á vefsíðu þar sem upplýsingar koma nær samstundis til baka.

 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband