Staðnám

Rúlluð deig og Brioche

Bakarar, konditorar

Bedros Kabranian bakara- og kondidormeistari frá Svíþjóð kennir á tveggja daga námskeiði á vegum IÐUNNAR dagana 10. – 11. nóvember nk. í  Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi

Námskeiðið er skipulagt sem sýnikennsla og verkefnavinna. Á námskeiðinu vinna þátttakendur deig og fyllingar með Bedros sem kynnir síðan ýmsar útfærslur og form af Croissant, Brioche og sætabrauði. Þátttakendur á námskeiðnu vinna nánar með þessar útfærslur og baka. Bedros gerir ráð fyrir virkri þátttöku í námskeiðinu þar sem verkefnin eru rædd og lausnir ræddar og útfærðar. Skipulagið verður með þeim hætti að á laugardeginum vinna þátttakendur deig og fyllingar og fl. Á sunnudeginum verður unnið með útfærslur af Croissant, Brioche og Viennoiserie og bakað.

Bedros Kabranian er yfirbakari hjá hjá Magnus Johansson Bageri og Konditori í Hammarby í Svíþjóð. Hann er „Masterclass“ kennari í Viennoiserie og er í landsliði bakara í Svíþjóð.

Nánar um Bedros má finna á: 

http://www.bedroskabranian.com/

https://www.instagram.com/bagarebedros/?hl=en


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband