Staðnám

Betri fjármál fyrir þig - einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum

Allir

Námskeiðið stuðlar að því að snúa fjármálum þátttakenda úr viðbrögðum við aðstæðum (e. reactive) í fyrirbyggjandi markmið í fjármálum (e. proactive).

Þátttakendur öðlast verkfæri til að taka stjórn á daglegu lífi og fjármálum með yfirsýn og markmiðum. Vinnubók er innifalin í námskeiðsverði.

Á námskeiðinu er lögð megináhersla á hjálp til sjálfshjálpar í fjármálum. Þátttakendur fara sjálfir yfir stöðu sína og finna sínar eigin raunhæfu lausnir á aðstæðum, setja sér eigin markmið og vinna að þeim í samvinnu og með stuðningi ráðgjafa. Þátttakendur læra skipulag og aga í fjármálum og geta á stuttum tíma séð og upplifað ávinning vinnu sinnar.Ávinningurinn er aukin sjálfstjórn og skipulag sem hefur jákvæð áhrif á fleiri þætti daglegs lífs.

Kennslan fer fram á tveimur kvöldum. Fyrra námskeiðskvöldið er þriggja klukkustunda langt. Um fjórum vikum síðar er klukkustundar eftirfylgni og er þá gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið við vinnubókina.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband