Staðnám

Blómaskreytingar - vinnusmiðja

Framreiðlumenn

Francoise býr yfir afar breiðri þekkingu og hæfni til aðnýta blóm og mismunandi efnivið þegar kemur að uppbyggingu og formi skreytinga.Á námskeiðinu er leitast við að tengja saman og nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða. Á vinnusmiðjunni er farið yfir ýmishagnýt ráð í viðskiptum s.s samningagerð, vinnutilhögun, uppsetningu og verðlagningu. Fjallað er um verklag og hagræðingu, án þess að það komi niður á gæðum þjónustu við viðskiptavini. Minna Mercke Smith, blómskreytir og ljósmyndari, frá Svíþjóð tekur einnig þátt ínámskeiðinu og veitir ráðgjöf um ýmislegt sem snýr að ljósmyndun skreytinga ogmarkaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Vinnusmiðjan verður þrískipt þar sem fjallað er um:Borðskreytingar úr skógarefni, fylgihluti, einsog hálsmen, eyrnalokka oghringi, úr grænum efnivið og síðast en ekki síst brúðarvendi hverkonar oghöfuðskraut. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við blómaskreytingar, öllkennsla fer fram á ensku. Fransoise er alin upp í Belgíu og búsett í Portland, Oregon í Bandaríkjunum hún sækir sinn innblástur til blóma og náttúru Evrópu og fer víða um heim til að halda vinnusmiðjur og taka þátt í sýningum 


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband