image description

Umsókn í fræðslusjóð matvæla- og veitingagreina

Matvæla- og veitingasvið styrkir félagsmenn sína til náms samkvæmt ákveðnum reglum.

Reglur um úthlutun endurmenntunar-og námsstyrkja:

Skilyrði: Að umsækjandi hafi greitt í sjóði félagsins í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Hafi viðkomandi verið fullgildur félagsmaður og greitt í fræðslusjóð næstliðið hálfa árið þá á hann rétt á námskeiðsstyrk allt að 40% gjalds og aldrei hærri upphæð en kr. 65.000 á hverju 12 mánaða tímabili miða við almanaks árið og endurnýjast því 1. Janúar ár hvert.

Styrkur verður greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun þar sem fram kemur að hann hafi greitt námsskeiðs- eða skólagjöld, að því tilskildu að kvittunin sé ekki eldir en 6 mánaða.

Umsækjandi sem óskar eftir náms- og ferðastyrk þarf að fylla út formið hér að neðan.

Skila þarf inn frumriti af reikningi vegna náms- eða skólagjalda.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband