Styrkir

Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar

Vinnustaðanámssjóður er starfræktur samkvæmt lögum nr. 71/2012 um vinnustaðanámssjóð. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi í framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Umsóknarfrestur í vinnustaðanámssjóð 2016 er til 15. nóvember.

Frekari upplýsingar um Vinnustaðanámssjóð á vef RANNÍS.
 

Styrkir til vinnustaðanáms í Evrópu

aevintyri i evropu 2017Styrkir fyrir iðnnema við íslenska skóla til að taka hluta af starfsnámi sínu hjá erlendu fyrirtæki. Reynslan er metin til styttingar á námstímanum.

Hægt er að sækja um styrk til vinnustaðanáms hér á vef IÐUNNAR auk þess sem við aðstoðum umsækjendur við undirbúning þátttöku í verkefninu.

Allar frekar upplýsingar og rafrænt umsóknareyðublað.

 

 

GetmobilE verkefnið

getmobileGETmobile verkefnið snýst um tvo þætti.

Annarsvegar að standa fyrir þjálfun og gefa út leiðbeiningar til fyrirtækja og kvenna sem hafa útskrifast (með sérstaka áherslu á atvinnulausar konur og/eða þær sem hafa útskrifast úr viðskipta, vísinda og/eða tæknigreinum og hafa ekki starf við hæfi menntunar sinnar).

Hinsvegar að hvetja þessa hópa til að taka virkan þátt í mannaskiptaverkefnum í Evrópu.

Smelltu hér til að sjá kynningarmyndskeið um GETmobile verkefnið.

 

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Styrkir
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar