prenttæknisvið

Ljósmyndari að störfumPrenttæknisvið sinnir símenntun í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum en undir þær falla prentun, prentsmíð, bókband og ljósmyndun sem eru löggiltar iðngreinar. Þar að auki sinnir prenttæknisvið mati á vinnustaðanámi í bókasafnstækni, fjölmiðlatækni og veftækni. Símenntun fer fram með hefðbundnu námskeiðshaldi, fyrirtækjanámskeiðum og styrkjum til aðildarfélaga til þess að sækja sér fræðslu og menntun.

Prenttæknisviði er falin umsýsla starfsgreinaráðs í upplýsinga og fjölmiðlagreinum (SUF). Starfsgreinaráð er ráðgjafi menntamálaráðuneytisins um málefni sem varða upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. Ritari Starfsgreinaráðs í upplýsinga-og fjölmiðlagreinum er Ingi Rafn Ólafssonsviðsstjóri prenttæknisviðs.

Því til viðbótar sinnir prenttæknisvið ýmiss konar ráðgjöf til aðildarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, ræktar samstarf við erlendar systurstofnanir og veitir fyrirtækjum ráðgjöf um símenntun stjórnenda og starfsmanna.

Hverjir eru aðilar að prenttæknisviði?

Félagar í Félagi bókagerðarmanna og fyrirtæki í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, sem eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og greiða til Prenttæknisjóðs eru aðilar að prenttæknisviði. Til þess að öðlast aðild að prenttæknisviði verða fyrirtæki að gerast aðilar að SI og greiða af starfsmönnum sínum til Prenttæknisjóðs. Símenntagjald til Prenttæknisjóðs er 1% af launum starfsmanns sem skiptist skv. kjarasamningum að jöfnu milli launþega og launagreiðanda.

Hvað fæst fyrir aðildina?

Aðild að prenttæknisviði IÐUNNAR felur í sér umtalsverðar niðurgreiðslur á námskeiðum og fræðsluviðburðum IÐUNNAR fræðsluseturs, óheft aðgengi að öllum námskeiðum IÐUNNAR auk margvíslegra styrkja til starfstengdrar símenntunar. Niðurgreiðslurnar nema allt að 80% af fullu verði fyrir hvern þátttakanda á námskeið og styrkir geta numið allt að 70% af námskostnaði. Dæmi um fyrirtækjastyrki eru m.a. sölunámskeið fyrir sölumenn prentverkefna, stjórnendanámskeið, verkefnastjórnun fyrir verkstjóra í prentsal, tæknileg aðstoð sérfræðings frá Heidelberg og svo mætti lengi telja. Dæmi um hvernig einstaklingar hafa nýtt sér fjölbreytt framboð IÐUNANAR er þegar starfsmenn í prentsal sækja námskeið málm- og véltæknisviðs í málmsuðu, stjórnendanámskeið, hönnun í þrívíddarforritum ofl.

Fyrirtæki geta fengið fjárstuðning til að halda námskeið innan sinna veggja eða til að senda starfsmenn á námskeið erlendis. Til þess að sækja um styrki til fyrirtækjanámskeiða þurfa að fyrirtæki að senda umsókn til sviðsstjóra á ingirafn(hja)idan.is. Einstaklingar geta einnig sótt um styrki til náms á Íslandi og erlendis.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Prenttæknisvið
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar