Fréttir

Skrifstofa IÐUNNAR fræðsluseturs er lokuð vegna sumarfría
Við opnum aftur 8. ágúst kl. 9.00

Minnum á vefinn okkar www.idan.is

viska hopmynd

IÐAN fræðslusetur og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og hlutu í mars s.l. styrk úr Erasmus+ sjóði Evrópusambandsins fyrir verkefnið Visible Skills of Adults (VISKA). Heildarfjármagn til verkefnisins er 1.8 miljónir Evra sem dreifist á fjögur þátttökulönd sem eru auk Íslands, Belgía, Írland og Noregur – Skills Norway sem leiðir verkefnið. VISKA er Erasmus KA3 stefnumótunarverkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og IÐAN-fræðslusetur stýra hérlendis fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

VISKA er tilrauna- og rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að því forgangsatriði í stefnu Evrópusambandsins að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika á því að fá störf við hæfi og hlúa að félagslegri aðlögun. Miðað er að því að þróa og efla tengslanet hagsmunaðila og þróa verkfæri sem gera færni innflytjenda sýnilegri. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í byrjun árs 2020. Niðurstöður koma til með að veita upplýsingar fyrir stefnumótun landanna í málaflokkunum í kjölfar VISKA.

raunfaernimat verdlaun minni

IÐAN fræðslusetur hlaut í dag aðalverðlaunin á alþjóðlegu VPL Biennale ráðstefnunni um raunfærnimat, sem haldin var í Árósum í Danmörku.

Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framkvæmd á raunfærnimati og voru verkefni frá sjö löndum tilnefnd. Aðaláhersla í ár var lögð á ávinning raunfærnimats fyrir þátttakendur og var IÐAN eins og áður segir hlutskörpust.

Verðlaunin eru frábær viðurkenning fyrir starf undanfarinna ára og gott veganesti til framtíðar.

IÐAN fræðslusetur óskar eftir umsóknum í starf sviðsstjóra bílgreinasviðs. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí nk. Ráðið verður í starfið sem fyrst.

svidsstjori bilgreinasvids

 

Sveinspróf í húsasmíði verða haldin 19., 20. og 21. maí nk. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Fréttir
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar