Neytendaþjónusta

Neytendaþjónusta IÐUNNAR Bílgreinasviðs

Neytendaþjónusta IÐUNNAR Bílgreinasviðs nær allt frá því að gera opinberar reglur er varða viðskipti innan bílgreina aðgengilegar til þess að meta ástand bifreiða eftir viðgerðir.

Opinberar reglur sem eru birtar á vefsvæði Bílgreinasviðs eru:

  • lög um þjónustukaup nr. 42 16. maí 2000,
  • samantekt Bílgreinasviðs um lög um þjónustukaup er nefnist „Áhrif laganna á rekstur verkstæða"
  • lög um verslunaratvinnu nr. 28 1. október 1998 með síðari breytingum
  • reglugerð um starfsábyrgðartryggingu bifreiðasala nr. 46 2003
  • reglugerð um upplýsingaskyldu í viðskiptum með notuð ökutæki nr. 44 2003
  • viðauki I við reglugerð nr. 44 15. janúar 2003
  • viðauki II við reglugerð nr. 44 15. janúar 2003

Neytendum er bent á Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Neytendasamtökin til að afla sér nánari upplýsinga um viðskipti í bílgreinum.

Matsverkefni eru ýmsum takmörkunum háð. Fyrst og fremst þarf að semja um mat og matsgerðir fyrirfram. Skilyrði fyrir því að IÐAN Bílgreinasvið meti ástand bíla eftir viðgerð er að matið sé gert á faglegum grundvelli og sé byggt á upplýsingum frá viðkomandi bílaframleiðanda. Markmið Bílgreinasviðs er að mat og matsgerð standist kröfur sem gerðar eru um slíka vinnu og gögn hjá dómstólum. Bílgreinasvið tekur ekki afstöðu til hagsmuna málsaðila heldur lætur reyna á fagleg sjónarmið í mati og matsgerðum.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Bílgreinasvið Neytendaþjónusta
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar