Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra

Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra

Endurmenntun atvinnubílstjóra

IÐAN fræðslusetur hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að halda endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra. Fyrstu námskeiðin verða haldin í febrúar og mars 2017. Endurmenntunarnámskeiðin byggja á lögum um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum (EES-innleiðing o.fl.).

Þessi skylda til endurmenntunar nær til allra sem halda réttindum til að aka bifreiðum í atvinnuskyni í þessum flokkum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjóra aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í þessum ríkjum.

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti.

Fjöldi kennslustunda í endurmenntun skal vera samtals 35 stundir í 7 kennslustunda lotum á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Námið samanstendur því af fimm stuttum námskeiðum sem má dreifa á þetta tímabil en verður að vera lokið fyrir endurnýjun ökuskírteinis.

Þrjú námskeið (3) taka allir, síðan er val um námskeið (1) eftir því hvort bílstjóri stundar aðallega farþegaflutninga eða vöruflutninga en hann má taka bæði. Að lokum er tekið sérhæft námskeið (1), ef með þarf, þar sem ýmislegt getur komið til greina sem tengist atvinnu bílstjórans.

Kjarni (sem allir taka)
  1. Vistakstur - öryggi í akstri
  2. Lög og reglur
  3. Umferðaröryggi - bíltækni
B. Valkjarni (velja um annað hvort eða bæði)
  4. Farþegaflutningar
  4. Vöruflutningar
C. Val (eitt sérhæft námskeið ef þörf er á)
  5. Fagmennska og mannlegi þátturinn

Ýmsir aðilar hafa heimild til að bjóða þessi námskeið. Bílstjórar geta sótt eitt eða fleiri námskeið hjá sama fræðsluaðila eða einstök námskeið hjá hvaða fræðsluaðila sem er. Bílstjórar geta sömuleiðis sótt námskeið í þeirri röð sem þeim þóknast.

Nánari upplýsingar um innihald námskeiða samkvæmt kröfum námskrár Samgöngustofu: http://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/endurmenntun-atvinnubilstjora/

Upplýsingar eru gefnar í síma 590 6400

Umsóknir eru á síðunni: http://www.idan.is/oll-namskeid/bilgreinar-namskeid

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Bílgreinasvið Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar