Bílgreinasvið

BílgreinasviðMarkmið og tilgangur IÐUNNAR bílgreinasviðs er að annast fræðslustarf fyrir starfsmenn og fyrirtæki í bílgreinum. 

Ýmis þjónusta IÐUNNAR bílgreinasviðs

Fræðslustarf er megin verkefni bílgreinasviðs. Starfsemin hefur einkum miðast við:

  • Iðngreinar, bifreiðasmiði, bifvélavirkja, bílamálara.
  • Stoðgreinar, móttökumenn á verkstæðum, sölumenn varahluta.
  • Þjónustugreinar, smurstöðvar, bensínstöðvar.
  • Fyrirtæki, nám fyrir ýmsa starfshópa innan fyrirtækja í samstarfi við fyrirtækin.
  • Bílasala, nám fyrir löggildingu bílasala.
  • Samstarf, nám í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir.

Ráðgjöf og skipulagsvinna vegna fræðslustarfs í fyrirtækjum er veitt af bílgreinasviði en unnin í samvinnu við fyrirtækin. IÐAN bílgreinasvið mælir með nokkrum aðferðum til að finna út hvaða þekkingu starfsmenn hafa og áætlun um nám er byggð á: Í samráði við fyrirtæki eru tekin viðtöl við viðgerðarmenn til að finna út þekkingarstig þeirra, áhuga- og færnisvið í viðgerðum og hvaða áætlanir þeir hafa um símenntun í viðgerðum. Í framhaldi af viðtölum tekur verkstæði og starfsmaður ákvörðun um nám. Í samráði við fyrirtæki gangast starfsmenn undir könnunarpróf en í þeim kemur fram hver þekking þeirra er. Samkvæmt niðurstöðum úr könnun taka verkstæði og starfsmaður ákvörðun um nám.

Útleiga á aðstöðu til fyrirtækja í bílgreinum er þáttur í starfi IÐUNNAR bílgreinasviðs. Fyrirtækin nota aðstöðu hjá bílgreinasviði til eigin námskeiða, kynninga á bílum fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini og fyrir kennara sem koma frá öðrum löndum.

Aðstaða IÐUNNAR bílgreinsviðs til kennslu hefur fengið mikið lof gesta frá ýmsum löndum Evrópu.

Upplýsingar um þjónustu IÐUNNAR bílgreinasviðs eru veittar í síma 590 6400.

 
 

IÐAN fræðslusetur

IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva .... 

Lesa meira

Fylgstu með okkur á netinu

Þú getur fylgst með okkur á Facebook, Google+ og Twitter

 

Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs

Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði.

Svið IÐUNNAR:

Skrifstofan að Vatnagörðum 20

Vatnagarðar 20Aðalskrifstofur og kennslustofur IÐUNNAR fræðsluseturs eru að Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík.

Sími: 590 6400
Bréfasími: 590 6401
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið frá 9 - 16 mánud. - fimtd.
Opið frá 9 - 14 á föst. á sumrin.

Námsvísir vorannar

namsvisir vor2017

 
You are here: Home Um okkur Bílgreinasvið
×

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgdust með því sem er að gerast á þínu sviði.

* verður að fylla út


Námskeiðsflokkar